GODO Greinar

Hvernig get ég komist hjá því að greiða þóknun fyrir bókun sem ég gat ekki rukkað?

Vissir þú að fyrir þær bókanir sem mæta ekki (e. No Show) þarftu samt að greiða þóknun til Booking.com? Það er að sjálfsögðu rétt að greiða þóknun til Booking.com fyrir bókanir sem greiddu en mættu ekki, en hvað ef ég hafði ekki tök á að rukka gestinn samkvæmt skilmálum?

Það geta komið upp ýmsar aðstæður hvað þetta varðar og því gott að hafa hugann við efnið. Ef þú átt rétt á því að greiða ekki þóknun til bókunarrásarinnar þá skaltu eftir fremsta megni komast hjá því.
Hér að neðan eru nokkur dæmi og leiðbeiningar hvernig best er að bregðast við hverju sinni. 

Dæmi 1:
Gesturinn mætti ekki. Hann var ekki búinn að greiða fyrirfram og ég gat ekki tekið greiðslu af kortinu hans.

Ef gesturinn mætti ekki án skýringa og þú reyndir ítrekað að gjaldfæra greiðslukortið hans án árangurs er best að fara inn á Extranetið og merkja “No Show” og velja “Yes” um að þú fallir frá afbókunargjöldum fyrir viðkomandi gest. Þá greiðir þú ekki þóknun af bókuninni, réttilega þar sem þér tókst ekki að gjaldfæra kortið. Þú hefur aðeins 48 klst frá miðnætti á komudegi bókunar til að skrá hana sem “No Show


Dæmi 2:
Gesturinn afbókaði óendurgreiðanlega bókun (e. Non refundable), mér tókst ekki að gjaldfæra kortið hans og ég gleymdi að tilkynna kreditkortið ógilt á Extranetinu. Hvað get ég gert?

Ef að afbókunin er óendurgreiðanleg eða afbókuð innan afbókunarskilmála og þú áttir rétt á að gjaldfæra kreditkortið en eftir ítrekaðar tilraunir tekst það ekki. Í ofanálag gleymdist að tilkynna kreditkortið ógilt (e. Mark credit card as invalid) og Booking.com hefur sent þér reikning fyrir þóknuninni.

Best er þá að fara inn á Extranetið, velja þar “Finance” og “Reservation Statements”. Farðu vel yfir þessa síðu og veldu “Dispute Commission amount” á bókuninni sem þér tókst ekki að rukka. Þú getur farið yfir “Reservation Statements” og/eða reikningana (View Statements) lengra aftur í tímann til að ganga úr skugga um að þú hafir fengið greitt fyrir þær bókanir sem Booking.com er að rukka þig þóknun fyrir.

Þegar þú hefur farið yfir reikninginn getur þú valið hnappinn “Dispute 1 Reservation”, setur upphæðina í 0 og stutta útskýringu ef að ekki tókst að gjaldfæra kort gestsins.

Dæmi 3:
Ég fékk endurkröfu á færsluna (jafnvel mörgum vikum eftir að gesturinn kom).

Sömu sögu er að segja um endurkröfumál, ef að söluaðili (gististaðurinn) hefur tapað endurkröfumáli þá er langbest að fara yfir “Reservation Statements” eins og lýst er hér fyrir ofan og gera “Dispute Commission Amount” á þeirri bókun sem var gerð endurkrafa á og reyna þar með að fá þóknunina til baka.

Endurkröfumál geta tekið langan tíma og ef þú færð endurkröfumál upp á borðið fyrir bókun frá Booking.com er mælt með að senda eftirfarandi gögn frá Extranetinu til kortafyrirtækisins (endurkröfuaðila).

  1. Report Other chargeback cases 
  2. Print this page (veldu að vista sem PDF skjal)
  3. Nafn korthafa, síðustu 4 tölustafi í kreditkorti ásamt gildistíma

Dæmi 4:
Hvernig get ég séð hvort að Booking.com afbókaði frítt fyrir hönd gististaðarins þrátt fyrir óendurgreiðanlega bókun?

Margir velta nú fyrir sér hvernig þeir geta áætlað kostnað á endurgreiðslum sem Booking.com hefur afbókað frítt fyrir hönd gististaðarins á tímum Covid-19.

Hægt er að fara yfir bókanir og velja “Filter” og skoða aðeins afbókanir fyrir ákveðið tímabil. Ef að það stendur “Commission 0” við bókunina þá þýðir það að bókunin var afbókuð án gjalda. Ef hinsvegar það er upphæð þar sem stendur “Commission” þá áttir þú rétt á að fá greitt fyrir þá bókun.

Berðu svo saman bókunina frá Booking.com við þína greiðsluskýrslu og þannig getur þú áætlað upphæðina ásamt fjölda þeirra bókana sem féllu undir þessa skilmála Booking.com

Netkort (e. Virtual Cards)
Margir eiga til að gleyma flipanum undir “Reservations” þar sem Booking.com birtir lista yfir bókanir með netkortum sem á eftir að gjaldfæra. Þar geta leynst upphæðir sem mögulega fóru framhjá þér í afbókunarflóðinu.

Við vonum að þessi dæmi og ráð hafi verið ykkur nytsamleg.