GODO Greinar

Snjall lausnir fyrir heimili hafa rutt sér til rúms síðustu ár og sífellt fleiri nýta snjalla hátalara, snjalllýsingu, snjalla hitastilla og fleira. Hótel og gistiheimili hafa mörg hver einnig tileinkað sér tæknina sem veitir gestum meiri þægindi. Helst má hér nefna snjalllása sem bæta ekki aðeins upplifun gesta heldur bæta þeir einnig  öryggi með betri aðgangsstýringu og auka arðsemi. 

Með snjalllásum á borð við “RemoteLock” má draga úr álagi á starfsfólk, minnka umstang við innritun, spara tíma við úthlutun lykla, gerð lyklakorta og auðvelda aðgengi starfsmanna.  

Lásarnir eru tengdir við Wifi og hver gestur fær kóða sem gildir á meðan dvöl hans stendur. Hægt er að senda lyklakóða sjálfvirkt til gesta og val er um hvort kóðinn sé af handahófi eða t.d síðustu tölustafir í símanúmeri gests eða tölustafir úr bókunarnúmeri. 

Fyrir ferkari upplýsingar endilega hafið samband við sales@godo.is

Hér má sjá færslu um fleiri möguleika á snjalllausnum sem starfsfólk RemoteLock tók saman.