Starfsauglýsing

Godo leitar að að 3 framúrskarandi einstaklingum í skemmtileg störf hjá ört stækkandi fyrirtæki!

Við óskum eftir hressum og jákvæðum aðilum, helst með reynslu af ferðaþjónustustörfum, en mikilvægt er að einstaklingarnir séu útsjónarsamir með drifkraft og skipulagshæfni.

Starf 1: Account manager // Viðskiptastjóri

Viðskiptastjórar eru tengiliðir fyrirtækisins við viðskiptavini. Þeir hafa umsjón með sölu, kynningum og eftirfylgni viðskiptavina. 

Helstu verkefni: 

 • Sala 
 • Tilboðsgerð
 • Eftirfylgni viðskiptavina 
 • Tryggja velgengni viðskiptavina
 • Greina vaxtartækifæri


Hæfniskröfur:

 • Góð þekking á sviði ferðaþjónustunnar
 • Frumkvæði, drifkraftur og jákvætt viðmót
 • Eiga gott með tengslamyndun
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Mjög góð íslensku og enskukunnátta
 • Geta unnið sjálfstætt og í teymi
 • Reynsla af hótelstörfum kostur 

 

Starf 2: Project manager // Verkefnastjóri

Verkefnastjórar leiða vinnu við tímabundin verkefni innan fyrirtækisins og bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd á tæknilegum hliðum innleiðinga nýrra viðskiptavina.

Helstu verkefni:

 • Tæknileg uppsetning fyrir nýja viðskiptavini
 • Stýra framgangi verkefna
 • Finna tæknilegar úrlausnir 


Hæfnikröfur: 

 • Vera tæknilega þenkjandi 
 • Mikla skipulagshæfileika
 • Kunnátta á Godo Property kostur en ekki krafa
 • Reynsla úr hótelstjórnun kostur 
 • Mjög góð íslensku og enskukunnátta
 • Geta unnið sjálfstætt og í teymi

 

Starf 3: Customer support // Tækniþjónusta 

Tækniþjónusta Godo veitir viðskiptavinum tæknilega aðstoð og ber ábyrgð á því að erindi þeirra séu leyst á farsælan hátt. Starfið felur m.a. í sér svörun til viðskiptavina í síma og á rafrænum miðlum sem og almenna upplýsingagjöf. 

Helstu verkefni:

 • Þjónusta viðskiptavini vegna tæknilegra mála og tenginga við önnur kerfi 
 • Svara beiðnum í síma og á rafrænum miðlum
 • Úrlausn tæknilegra verkefna
 • Upplýsingagjöf 


Hæfnikröfur:

 • Vera tæknilega þenkjandi
 • Frumkvæði og rík þjónustulund
 • Lausnamiðaður og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Kunnátta á Godo Property kostur en ekki krafa
 • Reynsla úr hótelstörfum
 • Mjög góð íslensku og enskukunnátta
 • Geta unnið sjálfstætt og í teymi


Godo sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum og þjónustu fyrir ferðaþjónustu Íslands. Við bjóðum upp á skemmtilegt starfsumhverfi þar sem margir sterkir og skemmtilegir persónuleikar þrífast. Við erum staðsett á Höfðabakka 9 í Reykjavík, en erum einnig með skrifstofur í 3 öðrum löndum. Vilt þú vinna hjá framúrskarandi fyrirtæki? Endilega heyrðu í okkur

Við tökum á móti umsóknum og ferilskrám á: katrin@godo.is