Starfsauglýsing

Godo auglýsir eftir bókara

GODO er vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki sem leitar að bókara á fjármálasvið fyrirtækisins. Um er að ræða hluta- eða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Vinnutími er sveigjanlegur og möguleiki er á að vinna starfið að hluta í fjarvinnu.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn bókhaldsvinna
  • Samskipti við starfsmenn, viðskiptavini og lánadrottna
  • Afstemming á fjárhagsbókhaldi og viðskiptareikningum
  • Önnur tengd og tilfallandi verkefni


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Kunnátta á bókhaldskerfið Reglu er mikill kostur og þekking á Navision er æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta, sérstaklega í Excel
  • Sjálfstæði, skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund
  • Góð íslenskukunnátta og enskukunnátta


Godo er vaxandi fyrirtæki sem hefur stækkað ört síðustu árin. Við bjóðum upp á skemmtilegt starfsumhverfi þar sem margir sterkir og skemmtilegir persónuleikar þrífast.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Höfðabakka 9 í Reykjavík, en einnig erum við með skrifstofur erlendis.

Frekari upplýsingar veitir David á netfanginu davidl@godo.is

Umsóknarfrestur til 15.október 2023.