Starfsauglýsing

Godo leitar að framúrskarandi einstaklingum í skemmtilegt starf í rekstrarþjónustu teymið okkar!

Við óskum eftir hressum og jákvæðum aðilum með reynslu frá hótelstörfum,  sérstaklega úr bókunarskrifstofu.
Sambærileg reynsla er líka velkomin, en mikilvægt er að aðilinn sé útsjónarsamur með drifkraft og skipulagshæfni.  

Starfslýsing: Bókunardeild – Rekstrarþjónustur

 • Að sjá um einstaklings- og hópa bókanir fyrir hótel
 • Viðskiptatengsl
 • Samskipti við viðskiptavini
 • Að búa til ný tækifæri á markaði fyrir hótel og ferðaskrifstofur

  Hæfni og reynsla sem sóst er eftir:
 • Hótelstörf
 • Kunnátta á hótelkerfið Property og Travia er kostur
 • Kunnátta á önnur hótelkerfi eða GDS kerfi
 • Verkefnastjórnun
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
 • Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslensku og enskukunnátta

Godo er vaxandi fyrirtæki sem hefur stækkað ört síðustu árin. Við bjóðum upp á skemmtilegt starfsumhverfi þar sem margir sterkir og skemmtilegir persónuleikar þrífast.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Höfðabakka 9 í Reykjavík, en einnig erum við með skrifstofur erlendis.

Vinsamlega sendið umsóknir á katrin@godo.is

Umsóknarfrestur er til 20.janúar 2023