Byrjaðu góðan
rekstur með góðu hótelbókunarkerfi.

A world class hotel
management system trusted
by over 2000 properties

HOTEL

GUESTHOUSE

CABIN

REAL ESTATE

Bókunarstaða

Mikilvægt er að geta greint bókunarstöðu gististaðar bæði fram og aftur í tímann. Samanburður á milli ára og upplýsingar um hvaðan bókanir koma og bókunarhraða getur haft mikið að segja til dæmis þegar kemur að verðstýringu og markaðssetningu. Einnig þarf að vera hægt að sækja framboð á fljótlegan og einfaldan máta.

SÖLUrásir

Godo tengist öllum helstu sölurásum sem þýðir að þú getur stýrt nánast öllu á einum stað, í Godo Property. Þaðan sendist verð og framboð á allar þær sölurásir sem gististaðurinn er tengdur. Bókanir flæða beint inn í Godo Property dagatalið þitt með öllum upplýsingum um gestinn og bókunina. Um leið minnkar framboð á öllum rásum til að koma í veg fyrir tvíbókanir.

snjallskýrslukerfi

Godo býður uppá framúrskarandi snjallskýrslukerfi sem getur létt starf hótelstjóra til muna. Skýrslurnar uppfærast á sólarhringsfresti og innihalda allar mikilvægustu upplýsingar um reksturinn þinn svo sem um verð, nýtingu, hvaðan bókanir koma, bókunarhraða og margt fleira sem nauðsynlegt er að hafa sundurliðað yfirlit yfir fyrir skipulag rekstursins.

Bókhaldstengingar

Godo tengist öllum helstu bókhaldskerfum landsins. Slík tenging gerir hótelum kleift að útbúa reikning í Godo Property fyrir gistingu og öðrum vörum og senda hann beint yfir í þeirra bókhaldskerfi. Skuldunautar, greiðsluleiðir og vörulisti lesast á milli kerfa sem skilar upplýsingum á rétta staði í bókhaldið.

Gestasamskipti

Samskipti við gesti eru lykilatriði enda værum við ekkert án gesta. Hægt er að senda tölvupósta beint úr kerfinu, bæði handvirkt og sjálfvirkt. Einnig birtast samskiptabox sölurása, svo sem Booking.com og Airbnb, í bókunum í Godo Property sem þýðir að þú getur haft samband við gesti þína beint úr Godo kerfinu.

FRONT DESK

Front Desk svæði Godo Property er sniðið að þörfum móttökustarfsfólks. Þaðan er hægt að skrá gesti inn og út, svara umsögnum, skoða yfirlit yfir helstu skýrslur svo sem fyrir morgunverð, þrif og margt fleira. Hægt er að sérsníða Front Desk að þörfum hvers og eins svo að stóra spurningin er, hvað finnst þér að ætti að eiga heima á Front Desk?

GREIÐSLULAUSNIR

Greiðsluhnappur Godo tengist þínum samningi hjá greiðsluhirði og leyfir þér að rukka greiðslukort með einum smelli beint í kerfinu.

Einnig er möguleiki á að senda greiðsluhlekk ef að kortaupplýsingar vantar. Greiðsluhnappurinn uppfyllir öll öryggis skilyrði og upplýsingar koma dulkóðaðar inní kerfið.

VERÐSTÝRING

Uppsetning á verðum í Godo Property hefur fjölda eiginleika sem gaman er að vinna með. Auðvelt er að vinna með breytileg verð frá degi til dags eða setja upp hinar ýmsu reglur sem hafa sjálfvirk áhrif á verðið. Hægt er að stilla inn mismunandi samningsverð fyrir ólíka viðskiptavini eða eftir sölurásum. Kerfið býður einnig uppá tengingar við önnur verðstýringarforrit.

Seamless
integrations

Customize your tech stackand 
services ready to plug into your
ecosystem.

”Ég myndi mæla með
GODO við alla”

Sjáðu hvernig PROPERTY OG SUITE 
breyttu rekstri THE FREEZER

Make it easier with GODO

Join hospitality’s innovators to transform your property and elevate your guest experience with a unique hotel property management system.