Við erum GoDo fjölskyldan

Við ábyrgjumst fagmannleg vinnubrögð og mælum okkar velgengni útfrá árangri samstarfsaðila okkar

photo

Sveinn Pálsson

Ég er kallaður Svenni. Þegar ég var lítill þá lærði ég véla- og fjármálaverkfræði og vann í Kaupmannahöfn og New York í 10 ár við fjármál. Mig langaði að breyta til og fór  í gisti- og veitingarekstur á Íslandi. Það höfðaði til mín, þá sérstaklega hugbúnaðar og tæknihliðin af rekstrinum. Nú er ég kominn til GoDo þar sem markmiðið er að vinna með þér að tæknilausninni þinni.

photo

Katrín Magnúsdóttir

Ég er kölluð Kata. Ég er ferðamálafræðingur að mennt og hef unnið við gisti- og afþreyingar hlið ferðaþjónustunnar. Þegar ég var lítil lærði ég og vann við tannsmíðar í Kaupmannahöfn, en fjölbreytnin og fólkið laðaði mig að ferðaþjónustunni. Starfið hjá GoDo er því einmitt það sem ég sóttist eftir, mikil samskipti við fólk frá ólíkum hliðum ferðaþjónustunnar. 

photo

Jóel Sigurðsson

Ég er Jóel. Frá 14 ára aldri hef ég unnið að kerfislausnum fyrir gististaði fyrst hérlendis og svo erlendis. Þegar ég flutti til Íslands aftur lá því beint við ganga til liðs við GoDo og taka þátt í þróun hugbúnaðarlausna fyrir ferðaþjónustuna. Ég tók mér pásu frá vinnu í nokkur ár og lærði kvikmyndaframleiðslu og hljóðtækninám í Hollandi og Svíþjóð. Núna þegar ég tek pásu frá vinnu, þá spila ég á ýmis japönsk strengjahljóðfæri mér til gamans.

photo

Zuzana Agricolova

Ég er Zuzana. Þegar ég var lítil þá lærði ég upplýsingatækni í Tékklandi og Danmörku. Síðan lá leið mín til Austurríkis þar sem ég var verkefnastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Á ferðalagi mínu til Íslands kynntist ég GoDo og í kjölfarið flutti ég til landsins og er orðin hluti af hugbúnaðardeild GoDo. Í mínum frítíma skoða ég fallega Ísland sem og reyni mitt besta til að læra íslensku.

photo

Hannes Ármann Baldursson

Ég heiti Hannes. Frá því að ég var lítill strákur hef ég haft mikinn áhuga á vélbúnaði og forritun. Síðan þá hef ég dundað mér við að smíða raftæki og hugbúnaði. Samhliða því að vinna hjá GoDo er ég að læra verkfræðilega eðlisfræði. Með þessu móti get ég nýtt námið við þróun á nýjum hugbúnaðarlausnum fyrir ferðaþjónustuna. 

photo

Þóra Margrét Ólafsdóttir

Ég er Þóra, Þegar ég var lítil lærði ég ferðamálafræði og var mikill íþróttagarpur. Ég spilaði fótbolta lengi vel og var fyrirliði Selfoss í meistaraflokki kvenna. Síðustu ár hef ég unnið bæði í gisti- og í afþreyjingargeira á Íslandi. Hjá Godo nýti ég mér þessa reynslu til þess að okkar vörur og þjónusta verði áfram í fararbroddi ferðaþjónustunnar.

photo

Sverrir Steinn Sverrisson

Ég heiti Sverrir. Þegar ég var lítill lærði ég umhverfisverkfræði. Síðan hef ég haft það að leiðarljósi að vernda og vinna með landinu okkar. Ég bjó lengi vel í Kaupmannahöfn en þegar ég flutti heim stofnaði ég gistiheimili og veisluþjónustu. Þar snýst allt um gæði og þjónustu og með mig innanborðs þá ábyrgist ég það sama hjá GoDo.

Viltu þú vinna hjá GoDo?

Við erum alltaf leita að fjölbreyttu og góðu fólki sem vill vinna í skemmtilegu umhverfi þar sem að þínar hugmyndir verða að veruleika.

Hugbúnaður - Forritun - Nýsköpun - Ferðaþjónusta

Hafðu samband