ÞÚ VELUR ÞÍNAR SÖLURÁSIR

Yfir 100 sölurásir með beintengt framboð á einum stað
photo

Alhliða kerfi fyrir gististaði

Ólíkar þarfir viðskiptavina - ólíkar þjónustur GoDo Property

Godo Property er einfalt og þægilegt hótelbókunarkerfi (PMS) sem hentar vel fyrir allar stærðir og gerðir af gististöðum. Með kerfinu fylgir markaðstorg (channel manager) með öllum stærstu bókunarrásunum sem hjálpar þínum gististað að hámarka tekjur og nýtingu yfir allt árið.

Mánaðaráskrift veitir aðgang að hótelbókunarkerfinu, beintengingu við ótakmarkaðar sölurásir og bókunarvél (widget) fyrir heimasíður ef við á.

Kerfið er skýjalausn og er aðgengilegt á öllum tækjum. Gististaðir geta haft marga notendur á sömu áskrift með mismunandi réttindi.

Öll þjónusta er innifalin í mánaðaráskriftinni okkar og það er enginn binditími.

Verð frá 5990 kr +vsk /mán. (eftir fjölda eininga)

Einnig bjóðum við viðskiptavinum okkar ýmsar viðbótarþjónustur;

Paybutton - sparaðu tíma í innheimtu með greiðsluhnappi
Channel Expert - Fáðu okkar aðstoð við uppsetningu á sölusíðum
Revenue Manager - Hámarkaðu tekjur með fagmannlegri verðstýringu

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar

GODO PROPERTY - Alhliða hótelbókunar- og umsýslukerfi

HOTEL - HOSTEL - GISTIHEIMILI - ÍBÚÐIR - SUMARHÚS - BÆNDAGISTING - TJALDSVÆÐI - LEIGUMIÐLUN

Paybutton

Innheimta á bókunum hefur aldrei verið auðveldari

Greiðsluhnappurinn auðveldar innheimtu, sparar tíma, eykur öryggi og kemur í veg fyrir tekjutap. Hnappurinn virkar bæði fyrir EUR og ISK.

Með greiðsluhnappnum getur þú rukkað bókanir sem koma frá sölusíðum s.s. booking.com, expedia, hotels.com o.fl á augabragði sem og bókunum af þinni eigin heimasíðu (widget).

Þar að leiðandi sleppur þú við tímafreka vinnu við að slá inn kortanúmer eða sækja korta upplýsingar á bókunarsíðum.

Auk gríðarlegs vinnusparnaðar þá sér kerfið um að aðvara þig ef bókanir eru með "röngum" kortaupplýsingum eða engri heimild. Þetta kemur í veg fyrir óseld herbergi eða "no show" sem ekki er hægt að innheimta með tilheyrandi tekjutapi.

                                       Skráning fyrir greiðsluhnappinn

greiðsluhnappur

photo

GODO PROPERTY - FEATURES

photo
CALENDAR - DAGATAL

Framboð, bókanir og verðstýring

Með dagatali kerfisins fæst góð yfirsýn yfir allar bókanir og greiður aðgangur að framboðs og verðstýringu.
Einfalt er að opna/loka dögum (stop sell) sem uppfærist á allar sölusíður. Sama á við um að breyta verði degi til dags, setja afslætti o.fl.

photo
Drag and Drop

Auðvelt að færa bókanir

Með Drag and Drop er auðvelt að færa á milli herbergja eða eininga á fljótlegan máta. Þannig er t.d. hægt að "upgrade" til þess að opna fyrir sölu á öðrum herbergjum/íbúðum.

photo
YFIRLIT - tölfræði

Yfirsýn yfir hvaðan bókanir koma

Front Desk eða yfirlitssíður Godo Property eru sniðnar að þörfum gististaðarins. Þar getur þú séð yfirlit yfir bókanir, hvaðan þær koma, tekjur dagsins, nýtingu og aðra tölfræði.

photo
komur - brottfarir

Innskráning á augabragði

Hægt er að skrá gesti inn/út með einu haki, sjá hvort bókunin sé greidd, skoða þernulista, morgunverðalista svo fátt sé nefnt.
Notendur geta sniðið sínar yfirlitssíður eftir sínu höfði.

photo
Godo í skýinu

Aðgengilegt hvar sem er 

Godo Property er skýjalausn og er því aðgengilegt hvort sem þú ert í tölvu, spjaldtölvu, snjallsíma eða erlendis. Öll gögn eru hýst á öruggu svæði á fleiri en einum server svo að þú getur verið viss um að þín gögn glatist aldrei.

photo
Margir notendur

Mismunandi aðgangar

Með Godo Property áskriftinni getur þú verið með marga notendur án auka kostnaðar. Hægt er að stilla réttindi hvers notanda þannig að hver og einn takmarkar sitt aðgengi við sitt svið (t.d. hótelstjóri, ræstingar, bókhald o.s.frv.)

Rate Manager - Verðstýring


Mikill sveigjanleiki er á verðstýringu með kerfinu (revenue management). Þar má setja upp verð fyrir einstaka sölurásir eða allar í einu, breyta verðinu með einföldum hætti, hafa ákveðnar bókunarreglur, s.s hærra verð um helgar, einungis opið fyrir t.d vikubókanir og margar aðrar stillingar.
Einnig er hægt að stilla sjálfvirka hækkun/lækkun eftir þínum reglum til að hámarka tekjur og nýtingu (yield manager).

Reports - Skýrslur


Skýrslugerð er innbyggð í kerfið. Þar má nálgast skýrslur yfir t.d komur og brottfarir gesta, þrifalista, gistináttaskýrslur, tekjur, nýtingu, morgunverðarskýrslur og fleira.
Auðvelt er að nota skýrslur til að áætla starfsmannaálag fram í tímann. Einnig er hægt er að gera sérsniðnar skýrslur eftir þeim upplýsingum sem sóst er eftir.
Hægt er að opna skýrslur í tölvunni, símanum, prenta þær út eða flytja yfir í excel.

Automatic - sjálfvirk email/sms


Staðfestingarpóstur er sendur sjálfkrafa úr kerfinu þegar bókun er gerð til gestsins frá þinni email adressu. En þú getur einnig sett upp aðra sjálfvirka vefpósta eða sms með t.d. svörum við algengum spurningum, greiðslukvittun, aðgangskóða o.fl. Einnig er hægt að still sjálfvirka pósta á starfsmenn eða þrifaðila o.fl. Með þessu spararðu þér mikinn tíma og fyrirhöfn.

Godo Property

 • Hótelkerfi fyrir allar gerðir gististaða
 • Aðgengilegt hvar sem er
 • Margir notendur
 • Markaðstorg (channel manager)
 • Yfir 100 sölurásir (sales channels)
 • Bókunarvél á eigin heimasíðu (widget)
 • Verð- og framboðsstýring
 • Calendar - Drag and Drop
 • Gestaupplýsingar
 • Skýrslugerð (t.d. þrifaskýrslur)
 • Gistináttaskýrsla
 • Sjálfkrafa email og sms
 • Þjónustuver - við svörum um hæl
 • Verð frá 5990 kr+vsk /mán
prófaðu frítt

Godo Paybutton

 • Greiðsluhnappur eykur öryggi og sparar tíma
 • Innheimta á öllum bókunum (kredit kort)
 • Innheimta frá sölusíðum (t.d. booking, expedia)
 • Innheimta frá heimasíðu
 • Sjálfvirk greiðslukvittun sendist á viðskiptavininn
 • Sjáfvirk uppfærsla á greiðslum (balance)
 • EUR og ISK færslur - allar kortagerðir
 • Sjálfvirk uppfærsla á EUR/ISK gengi
 • Sjálfvirk athugun á kortanúmerum/heimild
 • Aðvörun ef ekki er heimild á kredit korti
 • 2190 isk /mán + færslugjöld
Hafðu samband

samstarfsaðilar godo

photo

Ferðavefir hanna alhliða vefsíðulausnir fyrir gististaði þar sem m.a. er boðið uppá textaskrif, ljósmyndun og þýðingar á önnur tungumál.
Vefsíður Ferðavefja henta einkar vel fyrir bókunarvél Godo(widget) sem stuðlar að aukinni beinni sölu af heimasíðu gististaða.

Einnig bjóða Ferðavefir uppá sérsniðna staðfestingapósta og umsagnarpósta sem sendast sjálfvirkt til gesta úr Godo Property.
Með fagmannlegum staðfestinga og umsagnarpóstum geta gististaðir veitt betri þjónustu, átt möguleika á betri umsögnum og komið betur á framfæri annari þjónustu sem þau bjóða uppá.

Ferðavefir standa fyrir upplýsingasíðunni myvisiticeland

preferred partners

photo

Godo Property hefur nú tengst Booking Suite Rate Manager sem er verðstýringar-algoritmi.

Með tengingu við Booking Suite geta gististaðir notast við verðábendingar sem taka mið af mengi af samkeppnisaðilum, framboði og eftirspurn á sínum markaði.

Hægt er að velja hvort að verð uppfærist sjálfkrafa í Godo Property sem sendast svo á aðrar sölusíður. Einnig er hægt að notast við Booking Suite fyrir verðráðleggingar í stað þess að verð uppfærist sjálfkrafa.

5 GÓÐ RÁÐ TIL AÐ AUKA VIÐ NETBÓKANIR

Netsala og sýnileiki á vefnum er eitt mikilvægasta tólið til að ná hámarksnýtingu yfir allar árstíðir á gististöðum. Samhliða aukinni nýtingu myndast svigrúm til að vera með hærri meðalverð á gistingunni. Með það að leiðarljósi erum við með 5 ráð sem vert er að hafa í huga til þess að hámarka afköstin.

Lesa Meira