Varstu búinn að skoða nýja greiðsluhnappinn (e. paybutton) í Godo?
Við kynnum nýjan og uppfærðan greiðsluhnapp! Hann býður uppá:
- Sjálfvirkar greiðslur
- Endurgreiðslur
- Einfaldari hópagreiðslur
- Skipta greiðslum
- Öruggari greiðsluleið
Hægt er að skrá greiðsluhnapp hjá helstu greiðsluaðilum á Íslandi. Skráðu þig í dag:
Ef þú ert þegar með greiðsluhnapp þá er hægt að uppfæra í nýjan með því að hafa samband við okkur:
Nýi greiðsluhnappurinn í Godo Property opnar á fleiri aðgerðir og valmöguleika en hægt var áður ásamt því að veita mun sterkari öryggiskröfur er varðar geymslu á kortaupplýsingum.
- Sjálfvirkar greiðslur
Núna er hægt að láta greiðsluhnappinn rukka bókanir sjálfvirkt! Það er hægt að stilla greiðsluhnappinn þannig hann rukkar bókanir sjálfkrafa X dögum fyrir komu. Hægt er að hafa mismunandi reglur á bakvið mismunandi gerðir bókana og afbókunarskilmála. - Endurgreiðsla inná kort
Notendur þurfa ekki lengur að hafa samband við sinn greiðsluhirði þegar kemur að endurgreiðslum. Fyrir hverja greiðslu sem er tekin í gegnum nýja greiðsluhnappinn birtist “Refund” hnappur og nóg er að smella á hann einu sinni til að bakfæra greiðsluna. - Skipta greiðslum upp á milli korta
Ef gestir vilja skipta upp greiðslum á milli korta þá er það enginn vandi með nýja greiðsluhnappinum. Notandinn einfaldlega smellir á “add card” og slær inn kortaupplýsingar og hvaða upphæð skal rukka af hverju korti. - Hópagreiðslur
Ekki þarf lengur að sameina greiðslur á milli bókana á einn stað heldur sér greiðsluhnappurinn um að sameina allar greiðslur fyrir hópabókanir á einn stað.
Öruggari greiðsluleið:
Nýi greiðsluhnappurinn notar dulkóðaðan gagnagrunn frá PCI booking til að geyma kortaupplýsingar. Með þessari aðferð uppfyllir greiðsluhnappurinn kröfur sem gerðar eru fyrir 3D secure greiðslur, en 3D secure greiðslurnar eru hannaðar með það í huga að koma í veg fyrir kortasvindl.