Sögur viðskiptavina

EFSTIDALUR FARM HOTEL

Bláskógabyggð, Ísland

“Eftir að við skiptum yfir í Travia árið 2020 — þá geta ferðaskrifstofur bókað beint í gegnum kerfið og við þurftum að ekki að senda pósta fram og tilbaka”

Kristín Ingunn Haraldsdóttir, HÓTELSTJÓRI

Við hér í Efstadal erum að reka lítið fjölskyldufyrirtæki. Við rekum gistiheimili sem er með 15 einingar. Við hófum samstarf við GODO árið 2015 sem að einfaldaði strax vinnuna hjá okkur í móttökunni. Þá fóru netbókanir að koma beint inn í kerfið hjá okkur. Það einfaldar strax þó að ferðaskrifstofurnar hafi ennþá verið að bóka í gegnum email en svo breyttist það gríðarlega eftir að við tengdumst Travia árið 2020 — þá geta ferðaskrifstofur bókað beint í gegnum kerfið og við sleppum við öll email fram og til baka.

Þjónustan hjá GODO er mjög góð. Það er alltaf hægt að hringja í þá og fá aðstoð, þeir svara emailum mjög fljótt og eru alltaf tilbúnir að aðstoða okkur.

Það var mjög einfalt ferli að byrja að nota GODO lausnir og kerfið er einfalt í notkun og svo skemmir ekki fyrir að starfsfólkið hjá GODO er alltaf tilbúið að aðstoða ef það eru einhver tæknileg vandræði.

GODO Property hefur einfaldað okkur mjög margt. Þar höfum við allar upplýsingar um bókunina sem kemur sjálfvirkt inn. Við getum tengt þetta við bókhaldskerfið okkar, þetta sendir reikninga fyrir okkur, einfaldar lífið gríðarlega. Handavinnan á bak við hverja bókun er orðin nánast engin. Það gefur okkur meira rými til að sinna smáatriðum betur og einbeita okkur að kúnnunum sem skiptir okkur mestu máli.

Travia hefur líka gjörbylt okkar vinnu. Það munar alveg gríðarlega að þurfa ekki að svara öllum bókunum frá ferðaskrifstofum heldur flæða þær beint inn í kerfið hjá okkur. Í móttökunni hjá okkur er oft gríðarlega mikið áreiti. Við erum að taka á móti fólki á veitingastaðinn og kaffihúsið, fólk í check-in og þar erum við líka að svara tölvupóstum. Þar geta oft gerst mistök ef maður þarf að fara að sinna öðru í miðju emaili og Travia gjörbreytir því. Þá erum við alveg áhyggjulaus með bókanirnar, þær koma beint inn í kerfið og ekkert vesen.

Nýjasta sem við höfum nýtt okkur er GODO Pronto sem er kerfi sem að hægt er að nota í þrifum og viðhaldi og starfsfólkið hefur í símunum hjá sér bara í appi. Það gerir allt miklu einfaldara skilvirkara og skemmtilegra. Nú sleppum við alveg við að prenta út þrifalista fyrir starfsfólkið og það er aldrei misskilningur. Starfsmaðurinn er með í símanum sínum hvað þarf að gera í hvaða herbergi.

FLEIRI HÓTELSÖGUR

Magma Hotels

Kirkjubæjarklaustur, Ísland

Hotel Aldan

Seyðisfjörður, Ísland