Ferðaskrifstofulausnir

GODO Travia

Markaðstorg fyrir
ferðaskrifstofur og gististaði

Útrýmum gömlum verkferlum
með tækni

Ferðaskrifstofur og gististaðir geta nú stundað viðskiptin líkt og gestir sem bóka beint í gegnum sölurásir.

Með þessu fyrirkomulagi hlýst tímasparnaður og aukin geta ferðaskrifstofa í sölu.

 

Tenging ferðaskrifstofa
við hótelin

Aldrei áður hafa ferðaskrifstofur haft jafn greiða leið að því að bóka hjá jafn mörgum hótelum og gistiheimilum á einum stað og í dag með Travia.

Í kerfinu eru yfir 700 hótel og gistiheimili skráð og hátt í 300 ferðaskrifstofur nota nú kerfið til þess að bóka beint hjá þeim. 

Markaðstorg

Með Travia sparast tími og fjármunir hjá báðum aðilum. Hótelin þurfa ekki lengur að færa bókanir inn frá ferðaskrifstofum heldur flæða þær beint inn í bókunarkerfið.

Ferðaskrifstofur þurfa ekki lengur að bíða eftir svörum frá hótelum heldur lokað staðfestum viðskiptum um leið og beiðni berst.

Einfalt í notkun

Það er enginn stofnkostnaður í Travia og það er mjög einfalt að byrja sölu í kerfinu.

Það tekur ekki meira en 45 mínútur að setja upp gististað og hefja samstarf við ferðaskrifstofur sem þú vilt eiga viðskipti við.