Hótel Magma er lítið og innilegt hótel á Suðurlandi. Það opnaði árið 2017 og byrjar hérna með 12 herbergi niður við vatn. 2020 stækkaði hótelið úr 12 í 25 herbergi.
Verandi lítið hótel þá skiptir öllu máli að nota hugbúnað sem að einfaldlega virkar þannig að maður þurfi ekki að sitja fyrir framan tölvuna tímunum saman að finna útúr hlutunum. Ein af mörgum ástæðum fyrir að við notum Travia.
Stærsti kosturinn er að það er mjög einfalt að kenna starfsmönnum á kerfið. Þegar að reyndur starfsmaður mætir á vakt þá tekur það einungus 10 sekúndur að líta yfir dagskránna og þau ná 90% af upplýsingunum sem þau þurfa til að hefja daginn.
Það er auðvelt að sækja alla aðra þjónustu líka, ef það er matur eða eitthvað sem keyptur var um kvöldið sem var ekki með í bókun þá er svo auðvelt að skella því með inn á reikninginn.
Það er mjög skemmtilegur fítus, það er þetta að ná sér í nýja viðskiptavini.
Ferðaskrifstofur geta fundið okkur inni á Travia og við getum fundið ferðaskrifstofurnar.
Það eina sem við þurfum að gera er að „request-a“ og skrá niður kennitöluna hjá fyrirtækinu og þá erum við bara komin í samstarf – þetta er svo einfalt. Svo er hægt að hafa samskipti þarna á milli við annað hvort eina ferðaskrifstofu eða senda línu á alla – þetta er svona eins og með Godo hlutann, þetta er svo ofboðslega notendavænt.