Our insights

Gestasamskipti gististaða - Góð ráð

September 30, 2024

Það þarf varla að tvínóna það hve mikilvæg samskipti starfsfólks gististaða við gestina eru. Oftar en ekki byggist upplifun gestsins á þínum gististað fyrst og fremst á samskiptum þeirra við starfsfólkið á staðnum, símleiðis eða í gegnum tölvupóstsamskipti. Samskiptin við ykkar gesti byrja áður en gesturinn hefur nokkurn tíman bókað gistingu á hótelinu. Oft hefur gesturinn samband áður en hann bókar, hann er búinn að skoða sölurásir og heimasíðuna og yfirleitt tekur hann ígrundaða ákvörðun áður en hann ákveður að gista á þínum gististað. Sú ákvörðun getur byggst út frá samskiptum hans við gististaðinn þinn. Tímarnir hafa breyst hratt og í nútímasamfélagi býst viðskiptavinurinn við hröðum og góðum svörum, ef það er ekki til staðar er viðskiptavinurinn fljótur að snúa sér annað. Þolinmæðin er lítil. 

Til þess að viðhalda snöggri og góðri svörun krefst það tíma og athygli starfsfólks. Það er heldur ekki öllum í blóði borið að halda uppi góðum samskiptum við verðandi eða núverandi viðskiptavini, það þarf því að vanda valið vel hver sinnir þeim samskiptum.

Mikilvægt er að svörun sé í takt við ímynd gististaðarins. Er gististaðurinn með afslappað andrúmsloft og einblínir fremur á t.d. bakpokaferðalanga og low-budget ferðamenn? Er gististaðurinn meira high-end þar sem viðskiptavinurinn býst við formlegheitum og fagmannleika í svörun? Eða á að fara milliveginn? 

Það eru ýmis tól sem hægt er að nýta sér til þess að aðstoða við svörun gesta þar sem oftar en ekki eru spurningarnar svipaðar frá flestum gestum. Hægt er að nýta sér sem dæmi:

Gestasamskipti: Nokkur góð húsráð

Hér koma svo nokkur góð húsráð sem gott er að hafa á bak við eyrað þegar hugað er að gestasamskiptum.

Í nútíma hótelrekstri hafa stjórnendur fleiri úrkosti þegar kemur að gestasamskiptum. Það hefur til að mynda færst í aukana á undanförnum árum að úthýsa hluta rekstursins til fyrirtækja sem sérhæfa sig í ákveðnum þáttum þess.


Það getur bæði verið sparnaður fyrir reksturinn að úthýsa ýmsum þáttum til annarra en það getur líka skapað tækifæri og svigrúm fyrir því að sinna öðrum mikilvægum þáttum rekstursins sem einhvern veginn fær alltaf að sitja á hakanum. Svörun á samfélagsmiðlum var illa sinnt, heimasíðan ekki uppfærð, bókunarvélin í molum, ummælum ekki svarað eða þau ekki yfirfarin og öll upsell tækifærin eru farin fyrir bí. Því enginn hafði tíma til þess að sinna því.

Öllu þessu, og fleiru, ætti að vera hægt að sinna betur ef rekstraraðilinn skoðar að úthýsa til dæmis gesta samskiptum til annars fyrirtækis sem sérhæfir sig í því. En til þess að það samstarf gangi vel upp er mikilvægt að úthýsingarfyrirtækið sé vel upplýst um alla ferla og upplýsingarnar sem þau hafa séu skýrar og uppfærðar svo það sé alltaf samræmi í samskiptum við gestina, því þegar öllu er á botninn hvolft eru það þeir sem snúa hjólunum. 

Gestasamskipti gististaða - Góð ráð

Read more

3 algeng mistök sem margir gistirekendur gera

Read more

Langar þig að opna gististað?

Read more

Kína opnar aftur árið 2023 – Er ferðaþjónustan tilbúin?

Read more

Sjálfvirk greiðslumiðlun: Láttu tæknina spara þér sporin

Read more

Verðstýring 101

Read more

Einfaldaðu reksturinn með Godo

Bókunarkerfi Godo er hannað til þess að betrumbæta rekstur gististaða, auka yfirsýn og spara bæði tíma og vinnu.

Hafðu samband