Our insights

Hótel & hugbúnaður

November 24, 2021

Það sem skilur hótelbókunarkerfin hvert frá öðru í dag er fyrst og fremst geta þeirra til þess að vinna með ólíkar aðgerðir sem snerta á umsýslu bókunnar. Kerfið þarf að byggja á mikilli sjálfvirkni, innihalda þægilegt bókunarferli og bjóða upp á samskipti við kúnna og starfsfólk. Notandi að kerfinu þarf einnig að geta framkallað skýrslur og yfirlit sem hægt er að nýta til að lesa í raunstöðu rekstrar.

Í dag telst það sjálfsagt mál að bókanir flæði sjálfvirkt inn í hótelbókunarkerfi með öllum þeim upplýsingum sem fylgja bókuninni. Einnig þykir það sjálfsagt að bókun sé rukkuð sjálfvirkt á hárréttum tíma og að bókun færist inn á nákvæmlega það herbergi á hótelinu sem viðskiptavinur óskar eftir. Hótelstarfsfólk vill geta unnið á einfaldan hátt með hópabókanir, skýrslugerð og annað sem gefur stjórnendum gögn til þess að mæla frammistöðu rekstursins og fá um leið eins mikla sjálfvirkni og mögulegt er inn í öll samskipti við sölusíður og ferðaskrifstofur. Þetta eru sjálfsagðar kröfur í dag sem mörg kerfi geta mætt en þó ekki öll. Krafa hótelsins er að kerfið sé þægilegt í vinnslu, framkvæmir allt sem kröfur hótelsins segja til um og framkvæmir helst allar aðgerðir sjálfvirkt.

Öflugir tengimöguleikar

Annar þáttur sem hótelstjórnendur þurfa að kynna sér og skiptir ekki síður miklu máli er hversu móttækileg hótelbókunarkerfin eru að tengjast öðrum hugbúnaðarlausnum sem mikilvægar eru fyrir rekstur hótelsins, sbr; bókhaldskerfi, þrifa og viðhaldskerfi, verðstýringarkerfi, sjálfvirk innritunarkerfi, lyklakóðakerfi, rásastjóra, ferðaskrifstofugáttir og svona mætti lengi telja.

Hótelbókunarkerfi eru í eðli sínu ekki hönnuð til þess að snerta á öllum flötum í rekstri hótela og gististaða. Nútíma kerfi eru þó hönnuð á þann hátt að þau geta einfaldlega tengst kerfum sem snerta á þeim þáttum. Því er mikilvægt fyrir hótelstjórnendur að kynna sér vel hversu vel í stakk búin hótelbókunarkerfin eru til þess að tengjast ólíkum birgða- og umsýslukerfum.

Mikilvægi góðrar þjónustu

Stjórnendur og starfsfólk hótela vilja vinna með kerfi sem eru stöðug og geta framkvæmt sem flestar aðgerðir sjálfvirkt. Oft koma upp vandamál þegar unnið er í kerfum og tengjast þau oftar en ekki mannlegum mistökum þeirra sem vinna daglega við kerfið. Þegar vandamál koma upp vill hótelstjórinn treysta því að á bak við kerfið er góð þjónusta og stöðug þróun á kerfinu.

Hótelbókunarkerfið er stöðugt að vinna fyrir gististaðinn og má í raun líta á kerfið sem heila starfseminnar. Á meðan starfsfólk sefur er kerfið að sinna hinum ýmsu aðgerðum fyrir reksturinn. Það er mikilvægt að huga að heila starfseminnar og þar kemur inn þjónustan á bak við kerfið. Grunnkennsla, vöktun á frammistöðu kerfis, fréttir af kerfis-uppfærslum, frí ráðgjöf, neyðarnúmer sem alltaf er hægt að ná í og síðast en ekki síst þægilegt og lausnarmiðað starfsfólk eru meðal þátta sem byggja upp framúrskarandi þjónustu á bak við góðan hugbúnað.

Samstarf hótela og hugbúnaðarfyrirtækja

Öflugt hótelbókunarkerfi sem tengist í allar áttir og er með öfluga þjónustu á bak við sig er krafa hótelstjóra nútímans. Það hlýtur að vera draumur allra hótelstjórnenda að vinna með allar aðgerðir sem snerta rekstur hótelsins í einu og sama viðmótinu. Það hlýtur því að vera meginmarkmið hugbúnaðarfyrirtækja, sem vinna að lausnum tengdum ferðaþjónustunni að uppfylla draum hótelstjórans.

Godo er hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í lausnum tengdum ferðaþjónustunni frá árinu 2012. Í dag býður Godo upp á heildstæðar lausnir fyrir hótel og ferðaskrifstofur sem snerta á öllum þáttum ferðaþjónustunnar. Á meðal lausna sem Godo býður upp á eru hótelbókunarkerfi, snjallsíma app, verðstýringarkerfi, veflausnir, markaðstorg og rekstrarþjónustur. Saman mynda þessi kerfi og þjónustur heildstæða hótel lausn sem snertir á öllum sviðum hótelreksturs.

Gestasamskipti gististaða - Góð ráð

Read more

3 algeng mistök sem margir gistirekendur gera

Read more

Langar þig að opna gististað?

Read more

Kína opnar aftur árið 2023 – Er ferðaþjónustan tilbúin?

Read more

Sjálfvirk greiðslumiðlun: Láttu tæknina spara þér sporin

Read more

Verðstýring 101

Read more

Einfaldaðu reksturinn með Godo

Bókunarkerfi Godo er hannað til þess að betrumbæta rekstur gististaða, auka yfirsýn og spara bæði tíma og vinnu.

Hafðu samband