GODO Greinar

Þarf ég að endurgreiða afbókaða gistingu ef hún er óendurgreiðanleg?

Á undanförnum dögum hafa þriðju aðilar bókana beðið um endurgreiðslur á gistingu, afþreyingu og annarri ferðatengdri þjónustu. Mjög svo ströngum skilmálum hefur verið einhliða bætt við af bókunarrásum vegna COVID-19. Ljóst er að afbókanir af þessari stærðargráðu geta haft veruleg áhrif á rekstrarumhverfi gisti-aðila á Íslandi, sérstaklega í ljósi þess að gististöðum, undir venjulegum kringumstæðum, ber ekki skylda til þess að endurgreiða þjónustuna. Gististaðir ættu að leggja mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum inneign eða breyttan komutíma frekar en endurgreiðslu á þjónustunni. 

Það eru svo sannarlega ótrúlegir tímar sem við upplifum þessa dagana í ljósi Covid-19 veirunnar sem herjar á heiminn allan. Allskonar áskoranir sem við eigum við í dag höfðum við aldrei ímyndað okkur að við þyrftum að takast á við áður. Það er því afskaplega mikilvægt að stíga varlega til jarðar og taka þannig meðvitaðar ákvarðanir varðandi allt sem snýr að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustunni. 

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá rekstraraðilum sem snúa að bókunarrásum og skilmálum þeirra. Það er ansi flókið að setja sig inn í alla skilmála þar sem þeir byggja á mismunandi upplýsingum og eru breytilegir eftir bókunarrásum.

Við hjá Godo höfum tekið saman þessar upplýsingar ykkur til fróðleiks og til að einfalda ykkur leitina í frumskóginum mikla um hvar er hægt að nálgast þessa skilmála hjá mismunandi bókunarrásum.

Athugið að skilmálar bókunar rásana eru uppfærðir reglulega, mikilvægt er því að fylgjast vel með. Slóð inn á upplýsingar hverrar rásar fyrir sig er að finna hér að neðan, en uppfærðar upplýsingar birtast þar reglulega.

Skilmálar Booking.com vegna Covid-19

Skilmála Booking.com, sem stöðugt er verið að uppfæra, má finna hér: 

https://partner.booking.com/en-gb/help/legal-security/important-information-regarding-coronavirus

Evrópusambandið og Schengen svæði:

Allar bókanir gerðar fyrir gististaði innan Evrópusambandsins og innan Schengen af gestum utan þess svæðis (fyrir utan Bretland og Írland) með innritun milli 20. Mars 2020 og 13. Apríl 2020 falla undir Covid-19 skilmála Booking.com.

Athugið að skilmálarnir eru mismunandi eftir því frá hvaða landi gesturinn er að koma. En listann má finna á slóðinni hér.

Booking.com gerir þá kröfu að gististaðurinn endurgreiði gestinum sem falla undir þeirra skilmála Covid-19. Ef gististaðurinn endurgreiðir ekki bókunina innan ákveðins tímaramma, sem hefur verið afbókuð án gjalds, mun Booking.com endurgreiða fyrir hönd gististaðarins og senda reikning á gististaðinn (inni á Extraneti undir Finance og Invoices).

Uppfærsla þann 6. apríl 2020. Booking.com tilkynnti að allar nýjar bókanir gerðar frá og með 6. apríl 2020 munu ekki falla undir Covid-19 skilmála. Er það undir gestinum komið að taka þá áhættu að bóka óendugreiðanlegt verð og ættu allir að vera meðvitaður um þá áhættu að ferðast eins og staðan er í dag vegna Covid-19.

Skilmálar Expedia vegna Covid-19

Skilmála Expedia, sem uppfærðir voru síðast þann 21. Mars 2020, má finna hér: http://go.expediagroup.com/covid-19.html

Bókanir sem voru gerðar fyrir 19. Mars 2020 með innritun frá og með 20. Mars 2020 til 30. Apríl 2020 falla undir skilmála Expedia.

Þann 20. Mars 2020 kynnti Expedia “Cancellation Waiver Program” vegna Covid-19 fyrir þær bókanir sem falla undir þeirra skilmála. Í boði voru tveir möguleikar:

  1. Möguleiki eitt var að Expedia afbókar og endurgreiðir gestinum (sem fellur undir Covid-19 skilmála Expedia) og gististaðurinn var sjálfvirkt kominn inn í þeirra “Cancellation Waiver Program”.
    Ef þú valdir ekki möguleika 2 þá fór gististaðurinn þinn sjálfvirkt inn í möguleika 1.

  2. Möguleiki tvö var að afskrá sig frá þessum skilmálum, en það þurfti að gera fyrir miðnætti þann 20. Mars 2020. Möguleiki 2 var fýsilegri að mati Godo en hann felur í sér eftirfarandi: 

Gesturinn sem á bókun, sem fellur undir Covid-19 skilmála Expedia, má afbóka og fá inneign (e. Voucher) sem gildir í 12 mánuði.
Gesturinn gæti þá notað þessa inneign til þess að endurbóka, innan 12 mánaða, hjá sama gististað í gegnum Expedia.
Ef gesturinn nýtir sér ekki þessa inneign innan 12 mánaða þá getur hann fengið endurgreitt.
Þetta þýðir í stuttu máli að bókunin verður afbókuð í kerfinu og gististaðurinn vonar að gesturinn bóki aftur innan 12 mánaða og nýti sér inneignina.

Skilmálar Airbnb vegna Covid-19

Skilmála Airbnb má finna hér: https://www.airbnb.com/help/article/2701/extenuating-circumstances-policy-and-the-coronavirus-covid19

Airbnb hefur leyft þeim gestum sem falla undir skilmála sína vegna Covid-19 að afbóka endurgjaldslaust. Síðasta uppfærsla var gerð 19. Mars 2020. 

Bókanir gerðar 14. Mars 2020 eða fyrr með innritunar degi frá og með 14. Mars 2020 – 14. Apríl 2020 falla undir þessa skilmála. 

Bókanir gerðar eftir 14. Mars 2020 og bókanir með innritunardegi eftir 14. Apríl 2020 falla ekki undir þessa Covid-19 skilmála Airbnb heldur falla þær bókanir undir hina venjulegu skilmála hvers og eins gististaðar (“Host Cancellation policy”).

Síðasta uppfærsla frá Airbnb var gerð 31. mars 2020.
Bókanir gerðar fyrir 14. mars 2020 með komudegi frá og með 14. mars – 31. maí 2020 falla undir Covid-19 skilmála Airbnb.

Airbnb og Brian Chesky, framkvæmdastjóri Airbnb, sendi frá sér tilkynningu um aðgerðir þeirra til að styðja við gestgjafa. Þeir hafa útbúið sjóð upp á 250 milljónir bandaríkjadala fyrir gestgjafa sem hafa orðið illa úr barðinu á afbókunum. Airbnb segist ætla greiða 25 % af afbókunargjaldinu sem upprunulega átti að vera fyrir þær bókanir sem voru afbókaðar frítt vegna Covid-19. Frekari upplýsingar ættu að berast fljótlega en nánar er hægt að lesa um málið hér.

Skilmálar Lastminute.com vegna Covid-19

Lastminute.com nýjustu skilmálar vegna Covid-19 má finna hér: https://www.lastminute.com/en/info/covid-19

Lastminute.com áskilur sér rétt að afbóka og endurgreiða allar bókanir með innritun til og með 15. Apríl 2020 á áfangastöðum og/eða fyrir gesti sem koma frá löndum sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19 og takmarkana sem ríkisstjórnir þessa þjóða hafa sett á t.d. lokanir landamæra eða ferðabönn.

Nýjustu uppfærslur frá Lastminute.com komu 6. apríl 2020 en þeir hafa framlengt sínum skilmálum fyrir bókanir með komudag til og með 30. apríl 2020.

Skilmálar Hotelbeds.com vegna Covid-19 

Nýjustu skilmálar Hotelbeds vegna Covid-19 má finna hér: https://connect.hotelbeds.com/index.php/email/emailWebview

HotelBeds hafa framlengt sínum skilmálum til 15. Apríl 2020 en allir gestir mega afbóka frítt og án kostnaðar ef hann á komudag frá 17. Mars 2020 til og með 15. Apríl 2020. Það eru þó undantekningar á þeim skilmálum:

  1. Skilmálarnir gilda ekki á þeim bókunum þar sem að gesturinn er nú þegar kominn á leiðarenda/er kominn á gististaðinn.
  2. Skilmálarnir gilda ekki fyrir bókanir sem voru afbókaðar fyrir 23. Mars 2020 með komudag milli 1. Apríl 2020 og 15. Apríl 2020

Frekari útlistun er að finna hér: https://corporate.hotelbeds.com/hotelbeds-update-covid-19

Nýjasta uppfærsla frá Hotelbeds barst 3. apríl 2020 en þeir hafa framlengt sínum skilmálum fyrir bókanir til og með 30. apríl 2020.

Skilmálar Agoda vegna Covid-19

Skilmála vegna Covid-19 á Agoda má finna hér: https://www.agoda.com/coronavirus

Gestir sem bókað hafa á Agoda og eiga komudag á næstu 2 vikum gætu fallið undir skilmála sem Agoda hefur sett. Ekki kemur fram hver skilyrðin eru til þess að bókun falli undir þessa skilmála:

“If your travel period is more than 2 weeks away, we recommend checking back closer to the check-in date before making any changes or cancellations, as conditions change rapidly, including availability of free cancellation.

If your booking is eligible for free cancellation, you will see the message: „This booking may be affected by a current emergency or developing situation. Due to these exceptional circumstances, Agoda will waive all fees on cancellation for your affected booking.“ You may then proceed to cancel through this self-service option without contacting customer service.”

Skilmálar Hostelworld vegna Covid-19

Skilmála Hostelworld vegna Covid-19 má finna hér: https://hwhelp.hostelworldgroup.com/hc/en-us/articles/360012473600-Coronavirus-Covid-19-

Hostelworld ráðleggur þeim gestum sem bókað hafa gistingu með innritun til og með 30. Apríl 2020 að hafa samband við Hostelworld sem mun skoða hvert mál fyrir sig.