Sögur viðskiptavina okkar hjálpa að gera vörurnar okkar betri.

Við elskum að heyra hvað virkar og hvað virkar ekki. Heiðarlegt samtal er það eina sem virkar.

Ottó og Steinunn

Hótel Magma er lítið og innilegt hótel á Suðurlandi. Það opnaði árið 2017 og byrjar hérna með 12 herbergi niður við vatn. 2020 stækkaði hótelið úr 12 í 25 herbergi.

Verandi lítið hótel þá skiptir öllu máli að nota hugbúnað sem að einfaldlega virkar þannig að maður þurfi ekki að sitja fyrir framan tölvuna tímunum saman að finna útúr hlutunum. Ein af mörgum ástæðum fyrir að við notum Travia

Dusky Mercak

“Við notum Godo Property fyrir allt. Öll skilaboð fara í gegnum kerfið sem er mjög hjálplegt þar sem að allar bókanir fyrir veitingastaðina eru tengdar Property. Þannig að þegar hótelgestir koma inn þá hafa þeir oftar en ekki þegar bókað borð líka sem er mjög þægilegt. “

Eigendur Efstadals

Við hér í Efstadal erum að reka lítið fjölskyldufyrirtæki. Við rekum gistiheimili sem er með 15 einingar. Við hófum samstarf við GODO árið 2015 sem að einfaldaði strax vinnuna hjá okkur í móttökunni. Þá fóru netbókanir að koma beint inn í kerfið hjá okkur. Það einfaldar strax þó að ferðaskrifstofurnar hafi ennþá verið að bóka í gegnum email en svo breyttist það gríðarlega eftir að við tengdumst Travia árið 2020 — þá geta ferðaskrifstofur bókað beint í gegnum kerfið og við sleppum við öll email fram og til baka.

Sigurlaug

Við byrjuðum hjá GODO núna snemma árs 2021. Þar á undan vorum við hjá öðru íslensku kerfi í stuttan tíma en þar á undan vorum við hjá dönsku fyrirtæki, hótelkeðju í 9 ár. Það gat verið mjög flókið upp á samskipti ef eitthvað kom upp á en núna hjá GODO að þá er þetta minnsta mál, bara annað hvort eitt símtal eða email og við erum með allt á sama stað.