Sögur viðskiptavina

Hótel Óðinsvé

Reykjavík, Ísland

“Við notum GODO Property fyrir hótelið sjálft, Travia til að tala við ferðaskrifstofur og Pronto til að fylgast með þrifum”

SIGURLAUG JOHANNSDÓTTIR, HÓTELSTJÓRI

Við byrjuðum hjá GODO núna snemma árs 2021. Þar á undan vorum við hjá öðru íslensku kerfi í stuttan tíma en þar á undan vorum við hjá dönsku fyrirtæki, hótelkeðju í 9 ár. Það gat verið mjög flókið upp á samskipti ef eitthvað kom upp á en núna hjá GODO að þá er þetta minnsta mál, bara annað hvort eitt símtal eða email og við erum með allt á sama stað.

Með hótelkerfið sjálft, að þá er sérstaklega góður arrivals glugginn og þar erum við með áætlaðar komur fyrir næstu vikuna, við sjáum nýjar bókanir á einum skjá, komur, brottfarir, in-house gesti. Svo er calendar glugginn, þá getur þú verið með yfirsýn yfir alla property’una þína. Þú getur skoðað vikur, mánuði, stytt þetta. Þú getur gert drag and drop sem er frábært til að færa á milli herbergja.

Hópakerfið þeirra, reikningarnir eru líka mjög góðir. Þú betur búið til nýja bókun og bætt henni í hópinn ef það þarf að gera og svo er bara eitt click — charge group sem er alveg frábært. Við erum líka að nota Pronto kerfið sem er fyrir þernurnar okkar. Þær eru allar með þetta í símunum sínum, við erum með þetta í tölvunum. Þær merkja herbergi, eða við checkum út og þá verður það óhreint hjá þeim og þá sjáum við hver á að vinna. Áður fyrr þurfti að hringja niður öll herbergin og þetta sparar tíma hjá öllum að þurfa ekki að hringja niður, ekkert að taka símann.

Hópakerfið þeirra er mjög gott. Þú betur búið til nýja bókun og bætt henni í hópinn ef það þarf að gera og svo er bara eitt click — charge group sem er alveg frábært.

SIGURLAUG JOHANNSDÓTTIR, HÓTELSTJÓRI

Þetta líka snýst um að starfsfólkið hafi nákvæmlega sömu vinnubrögð og GODO hjálpar okkur við það að samræma vinnubrögðin og þá virka hlutirnir líka bara vel, þegar allir vinna eins.

Við erum líka að nota Travia hjá þeim sem er fyrir ferðaskrifstofurnar. Áður fyrr þurftu allar ferðaskrifstofurnar að senda email, áttu þetta til og handvirkt allt sem maður þarf að slá inn í tölvuna. Núna eru ferðaskrifstofur hjá Travia, geta farið inn á Travia og séð, er laust á Óðinsvé og hvað kostar það. Bókað það. Það kemur bara beint inn í kerfið hjá mér með einu email og ég þarf ekkert að gera meira. Þannig að allt er sjálfvirkt.

Við erum líka með heimasíðuna okkar hjá GODO og það kemur náttúrlega beint inn í kerfið hjá okkur líka og minni tölvuvinna fyrir mig, eða þá sem eru að nota kerfið.

Þannig að við erum að nota GODO’ið, hótelkerfið. Við erum með Travia sem hjálpar okkur við ferðaskrifstofurnar, við erum með Pronto sem þernurnar og við notum saman og við erum með heimasíðun og, jú, við erum líka með tekjustýringu sem er alveg algjör snilld.

FLEIRI HÓTELSÖGUR

Magma Hotels

Kirkjubæjarklaustur, Ísland

Hotel Aldan

Seyðisfjörður, Ísland