Sögur viðskiptavina

“Það var mjög einfalt ferli að byrja að nota GODO lausnir og kerfið er einfalt í notkun og svo skemmir ekki fyrir að starfsfólkið hjá GODO er alltaf tilbúið að aðstoða ef það eru einhver tæknileg vandræði.”

Við höfum yfir 1400 ánægða viðskiptavini, hér eru sögur frá nokkrum.

Play Video
Play Video

Efstidalur Farm Cottages

Blaskogabyggð, Iceland

Við hér í Efstadal erum að reka lítið fjölskyldufyrirtæki. Við erum fjórar fjölskyldur sem rekum þetta saman. Hér er löng saga af búskap og við byggjum svolítið á því. Við notum okkar eigin vöru, bæði á veitingastaðinn og á kaffihúsið. Við erum líka með vöru frá nágrönnum okkar. Við rekum hérna kúabú, gistiheimili, veitingastað og kaffihús þar sem við seljum okkar heimatilbúna ís. Við rekum gistiheimili sem er með 15 einingar. Við sitjum núna í gömlu hlöðunni þar sem hægt er að fylgjast með kúnnum og bóndanum að störfum.
Við hófum samstarf við GODO árið 2015 sem að einfaldaði strax vinnuna hjá okkur í móttökunni. Þá fóru netbókanir að koma beint inn í kerfið hjá okkur. Það einfaldar strax þó að ferðaskrifstofurnar hafi ennþá verið að bóka í gegnum email en svo breyttist það gríðarlega eftir að við tengdumst Travia árið 2020 — þá geta ferðaskrifstofur bókað beint í gegnum kerfið og við sleppum við öll email fram og til baka. Þjónustan hjá GODO er mjög góð. Það er alltaf hægt að hringja í þá og fá aðstoð, þeir svara emailum mjög fljótt og eru alltaf tilbúnir að aðstoða okkur.
Play Video
Play Video

Hótel Óðinsvé

Reykjavik, Iceland

Við erum stödd hérna niður í Hótel Óðinsvé. Við erum fjögurra stjörnu boutique miðbæjarhótel með 50 herbergi. Við erum staðsett hérna við Þórsgötu 1 sem stendur hérna við Óðinstorg sem er mjög líflegt og skemmtilegur staður. Við erum með 50 herbergi hér og við erum í fimm byggingum sem liggja í U og það er búið að opna á milli þeirra allra.
Við byrjuðum hjá GODO núna snemma árs 2021. Þar á undan vorum við hjá öðru íslensku kerfi í stuttan tíma en þar á undan vorum við hjá dönsku fyrirtæki, hótelkeðju í 9 ár. Það gat verið mjög flókið upp á samskipti ef eitthvað kom upp á en núna hjá GODO að þá er þetta minnsta mál, bara annað hvort eitt símtal eða email og við erum með allt á sama stað.